Ef allt er klárt, hugmynd og efni þar ekki langan tíma í að smíða vef. Bara gaman.
Skoðum heildarpakkann út frá þörfum fyrirtækisins í vefmálum. Þá verður fjör.
Reynslan er góð. Hún kennir manni allskyns trikk sem nýtast vel. Það er æði.
Góður vefur þarfnast pælingar. Undirbúningur er lykilatriði. Best er að halda ró sinni allan tímann.
Vefurinn þarf að vera einfaldur, skýr og auðveldur. Fyrst og fremst þarf hann að hafa hjartað á réttum stað.
Woocommerce er verslunarkerfi sem selur vörur, þjónustu, hugmyndir og áskriftir. Og það gerist sjálfkrafa á nóttinni og allt.
Grafísk hönnun er mikilvæg. Hún þarf að laða að, vera í samræmi og koma þínum boðskap til skila. Gott ef hún er falleg.
Samfélagsmiðlar kalla á öðruvísi nálgun. Notaðu persónulegar auglýsingar og miðaðu þannig að þær hitti í mark.
Videó, animation eða html5 auglýsingar vekja strax athygli. Það er aðalmálið!
Efnið sem við viljum koma til skila þarf að vera vel skrifað og höfða til lesenda.
Myndir og texti vinna vel saman – bara ekki of mikið og ekki of lítið.
Þú getur auglýst á hvaða vef sem er þar sem þinn markhópur lætur sjá sig.
Til að sjá hverjir heimsækja vefinn, hvenær, hversu lengi og hvað þeir skoða.
Þegar leitað er að þjónustu eða vöru sem þú selur vilt þú vera sá sem Google finnur.
Þetta er vörumerkið okkar. Promis stendur fyrir loforð á ensku mínus e. Semsagt bara bull. En allir þurfa lógó, ekki satt?
Allur réttur ásklinn © Promis 2023
Vertu í sambandi og tékkaðu á okkur. Við finnum pottþétt flöt.